Söguleg stigasöfnun Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu ásamt Adam Lallana. vísir/getty Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleiknum á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liverpool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bournemouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008-09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn allt fram í næstsíðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liverpool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chelsea tapa mörgum stigum. Lærisveinar Contes eiga reyndar nokkuð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Tottenham, Liverpool og Arsenal. Stuðningsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferðum. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chelsea misstígur sig. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleiknum á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liverpool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bournemouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008-09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn allt fram í næstsíðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liverpool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chelsea tapa mörgum stigum. Lærisveinar Contes eiga reyndar nokkuð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Tottenham, Liverpool og Arsenal. Stuðningsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferðum. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chelsea misstígur sig.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira