Enski boltinn

Könnun: Hvaða lið verður enskur meistari?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hver tekur þennan í vor?
Hver tekur þennan í vor? vísir/getty
Tottenham batt í gær enda á þrettán leikja sigurgöngu Chelsea þegar liðin mættust í Lundúnarslag á White Hart Lane. Dele Alli stal senunni og skoraði tvö mörk með skalla eftir sendingar frá Christian Eriksen.

Chelsea er samt sem áður í efsta sæti deildarinnar með 49 stig og hefur fimm stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sætinu með 44 stig þegar 18 umferðir eru eftir af skemmtilegustu fótboltadeild heims.

Tottenham lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sterka sigri í gærkvöldi og er fyrir ofan Manchester City á markatölu. Arsenal er ekki lengur á meðal fjögurra efstu eftir tvö töp og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum en er engu að síður ekki nema sjö stigum frá toppnum.

Það virðist svo engu máli skipta hvað Manchester United vinnur marga leiki í röð en þeir eru orðnir sex talsins. Samt sem áður situr liðið alltaf fast í sjötta sætinu en er nú aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar mikið er eftir af deildinni.

En hvaða lið er líklegast til að vinna deildina og lyfta bikarnum í maí? Segðu okkur, lesandi góður, hvað þér finnst með því að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan. Hvaða lið verður meistari? Úrslitin verða kunngjörð á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×