Enski boltinn

Dæmdur fyrir meiðyrði vegna ummæla um Zlatan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í leik með Manchester United.
Zlatan Ibrahimovic í leik með Manchester United. vísir/getty
Ulf Karlsson, fyrrum landsliðsþjálfari Svía í frjálsíþróttum, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði og til að greiða 300 þúsund krónur í sekt.

Karlsson sagði í apríl á síðasta ári að augljóst væri að Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United og einn besti leikmaður Svía frá upphafi, hefði notað ólögleg lyf til að byggja upp vöðva í upphafi ferilsins.

„Zlatan þyngdist um tíu kíló á sex mánuðum hjá Juventus. Það er ómögulegt að gera það á svo skömmum tíma. Ég held að hann hafi verið að dópa. Þannig lítur þetta út fyrir mér,“ hefur verið haft eftir sænska lækninum.

Sjá einnig: Zlatan kærir lækninn sem sakaði hann um að nota ólögleg lyf

Fulltrúar knattspyrnumannsins fóru fram á að Karlsson myndi bera lögfræðikostnað Zlatans en dómari féllst ekki á það.

Hér má lesa frétt Dagens Nyheter um málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.