Heimir valdi Suárez og Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 22:30 Heimir á landsliðsæfingu í Kína í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid
Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira