Erlent

43 létust í bílsprengju í Sýrlandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þetta er mannskæðasta árásin í landinu síðan að vopnahlé var samþykkt.
Þetta er mannskæðasta árásin í landinu síðan að vopnahlé var samþykkt. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 43 manns eru látnir eftir að sprengja sprakk í bíl í bænum Azaz í Sýrlandi nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Bærinn er undir stjórn uppreisnarmanna. BBC greinir frá.

Sprengingin átti sér stað nálægt dómshúsi í bænum, einungis sjö kílómetrum frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Sýrlensk mannréttindasamtök segja að sex liðsmenn uppreisnarhópa hafi verið meðal látinna en að restin hafi verið óbreyttir borgarar.

Þetta er mannskæðasta árás sem átt hefur sér stað eftir að vopnahlé var samþykkt í landinu.

Ekki er ljóst hvaða hópur stendur að baki árásinni en bærinn er undir yfirráðum uppreisnarhóps sem nýtur stuðnings tyrknesku ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×