Fjórtán ára organisti: „Ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. desember 2017 21:15 Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira