Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2017 20:00 Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira