Gylfi Þór Sigurðsson lék að sjálfsögðu allar 90 mínúturnar í leik Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið varð að sætta sig við tap á móti West Ham.
Gylfi hefur þar með leikið allar 90 mínúturnar í 28 leikjum Swansea í röð eða öllum leikjum liðsins frá og með leik á móti Chelsea 11. september 2016.
Gylfi hefur þar með ekki af einni einustu mínútu hjá Swansea undanfarna 211 daga en á morgun verða nákvæmlega sjö mánuðir síðan að Gylfi var síðast tekinn af velli í bestu deild Evrópu.
Staðan var þá 2-2 og þáverandi knattspyrnustjóri Swansea, Francesco Guidolin, ákvað að setja bakvörðinn Angel Rangel inná til að þétta vörnina. Swansea náði að halda út og ná í stig á móti verðandi Englandsmeisturum Chelsea.
Gylfi hafði áður jafnað metin í 2-2 með marki úr vítaspytrnu á 59. mínútu leiklsins en þremur mínútum síðar kom Leroy Fer Swansea 2-1 yfir. Chelsea hafði jafnað metin í 2-2 með marki Diego Costa sex mínútum áður en Gylfi var tekinn af velli.
Þessi Chelsea-leikur er aðeins einn af þremur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni þar sem Gylfi hefur ekki leikið allar 90 mínúturnar í boði.
Francesco Guidolin tók Gylfa líka af velli í leiknum á undan Chelsea-leiknum þegar liðið tapaði fyrir Leicester City. Gylfi byrjaði síðan á bekknum í fyrsta leik tímabilsins á móti Burnley en kom þá inná sem varamaður hálftíma fyrir leikslok.
Leroy Fer skoraði eina mark þessa leiks átta mínútum fyrir leikslok en þessi 1-0 sigur á Burnley er eini sigurleikur Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem Gylfi hefur ekki komið að marki.
Gylfi hefur alls leikið 2787 mínútur af 2880 mínútum í boði hjá Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eða 97 prósent af mínútum í boði.
Nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa spilað fleiri mínútur en íslenski landsliðsmaðurinn á þessu tímabili. Þeir eru: Ben Mee hjá Burnley, Steve Cook hjá Bournemouth, Michael Keane hjá Burnley, Gareth McAuley hjá West Bromwich Albion og Ben Gibson hjá Middlesbrough.
Gylfi hefur ekki misst af mínútu hjá Swansea í sjö mánuði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



