Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 07:35 Donald Trump hefur verið í Víetnam síðustu daga en nú liggur leiðin til Filippseyja. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00