Rebel Wilson tjáir sig um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 17:05 Rebel Wilson greinir frá því að hún hafi tvisvar sinnum orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla manna í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/getty Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir. MeToo Hollywood Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir.
MeToo Hollywood Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira