Yfirvöld í Jórdaníu tóku af lífi 15 manns í dag en þar af voru tíu ákærðir fyrir hryðjuverkastarfsemi, samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum þar í landi. Guardian greinir frá.
Mennirnir sem teknir voru af lífi í dag voru allir hengdir. Einn mannanna sem tekinn var af lífi gerði árás á bækistöðvar hersins þar í landi á seinasta ári og myrti fimm manns. Þá voru aðrir fimm handsamaðir eftir svipaða árás á aðra herstöð. Að síðustu voru fimm í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi.
Dauðarefsingar voru ólöglegar í átta ár í landinu en voru lögleiddar að nýju árið 2014.
