Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra. vísir/ernir Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra líst vel á að skipa stjórn yfir Landspítalann og segir öll stærri fyrirtæki búa við það fyrirkomulag. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, segir þingsályktunartillögu í bígerð sem feli heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess. „Mér líst vel á þessa tillögu og ég tel hana til bóta fyrir rekstur spítalans. Öll alvöru fyrirtæki eru með stjórn og ég teldi það æskilegt að svo stórt fyrirtæki eins og Landspítalinn er væri líka með stjórn,“ segir Benedikt. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að setja stjórn yfir LSH. „Ég tel þetta ósköp rökrétt framhald. Þarna fara rúmlega fimmtíu milljarðar á hverju ári. Það skiptir máli að fjármunum sem þessum sé vel varið og það er eilífðarverkefni stjórnvalda. Einnig tel ég stjórn góðan kost til að efla faglegan styrk sjúkrahússins.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir forstjóra og stjórnendur hæfa til þess að stýra spítalanum enda ráðnir á grundvelli þekkingar og menntunar á faglegum og rekstrarlegum forsendum. Hann segir það geta verið til hagsbóta að setja stjórn yfir spítalann. „Það gæti verið það, væri slík stjórn fagleg og hefði yfirgripsmikla þekkingu á stefnumótun og rekstri spítala. Hins vegar hefur tillaga fjárlaganefndar ekki verið útfærð. Venjulega er hlutverk stjórna að koma að stefnumótun og hafa eftirlit með rekstri og faglegum þáttum starfsemi, en ekki að stýra rekstri,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra líst vel á að skipa stjórn yfir Landspítalann og segir öll stærri fyrirtæki búa við það fyrirkomulag. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, segir þingsályktunartillögu í bígerð sem feli heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess. „Mér líst vel á þessa tillögu og ég tel hana til bóta fyrir rekstur spítalans. Öll alvöru fyrirtæki eru með stjórn og ég teldi það æskilegt að svo stórt fyrirtæki eins og Landspítalinn er væri líka með stjórn,“ segir Benedikt. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að setja stjórn yfir LSH. „Ég tel þetta ósköp rökrétt framhald. Þarna fara rúmlega fimmtíu milljarðar á hverju ári. Það skiptir máli að fjármunum sem þessum sé vel varið og það er eilífðarverkefni stjórnvalda. Einnig tel ég stjórn góðan kost til að efla faglegan styrk sjúkrahússins.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir forstjóra og stjórnendur hæfa til þess að stýra spítalanum enda ráðnir á grundvelli þekkingar og menntunar á faglegum og rekstrarlegum forsendum. Hann segir það geta verið til hagsbóta að setja stjórn yfir spítalann. „Það gæti verið það, væri slík stjórn fagleg og hefði yfirgripsmikla þekkingu á stefnumótun og rekstri spítala. Hins vegar hefur tillaga fjárlaganefndar ekki verið útfærð. Venjulega er hlutverk stjórna að koma að stefnumótun og hafa eftirlit með rekstri og faglegum þáttum starfsemi, en ekki að stýra rekstri,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira