Vilja fá vinnustaðasálfræðing í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 27. október 2017 06:00 Erfiðlega hefur gengið að slíðra sverðin milli Íbúahreyfingarinnar og annarra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ. Vísir/GVA Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira