Vilja fá vinnustaðasálfræðing í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 27. október 2017 06:00 Erfiðlega hefur gengið að slíðra sverðin milli Íbúahreyfingarinnar og annarra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ. Vísir/GVA Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira