Bjarkey: Hver er þessi freki karl sem öllu ræður? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 11:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þau voru stór orðin sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lét falla í eldhúsdagsumræðum í gær um freka manninn svokallaða og hann verður að útskýra þau nánar, sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í störfum þingsins í morgun. „Hver er það sem vill ekki breyta, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Bjarkey. Benedikt sagði í ræðu sinni í gær að stundum sé útlit fyrir að náttúrulögmál ríki hér á landi um að engu megi breyta í samfélaginu. Þá hafi Íslendingar áður fyrr fylgt orðatiltækinu: „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ en að landsmenn segi í dag: „Freki karlinn ræður, freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt,” sagði Benedikt.Tilbúin til að aðstoða í erfiðleikum Bjarkey sagði stjórnarandstöðuna þurfa að fá að vita hver þessi freki karl sé og bauð fram aðstoð hennar – ef í harðbakka skyldi slá í stjórnarsamstarfinu. Hún sagði hins vegar að við fyrstu sýn sé útlit fyrir að Benedikt hafi verið að tala um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. „Það er alveg ljóst, og það sjá það allir sem vilja sjá, að það er ágreiningur uppi í ríkisstjórninni. Þau eru ekki samstíga, þau eru ekki að fara sömu leið hvert með öðru, haldast allavega ekki í hönd. Það er alveg augljóst,“ sagði Bjarkey. „Og auðvitað þarf ráðherra að skýra við hvern hann á, því ef hann á ekki við um forsætisráðherra og þá fylginauta sem eru með honum í ríkisstjórn þá þurfum við að vita hver það er sem hamlar því að hér sé hægt að koma á góðum breytingum.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þau voru stór orðin sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lét falla í eldhúsdagsumræðum í gær um freka manninn svokallaða og hann verður að útskýra þau nánar, sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í störfum þingsins í morgun. „Hver er það sem vill ekki breyta, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Bjarkey. Benedikt sagði í ræðu sinni í gær að stundum sé útlit fyrir að náttúrulögmál ríki hér á landi um að engu megi breyta í samfélaginu. Þá hafi Íslendingar áður fyrr fylgt orðatiltækinu: „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ en að landsmenn segi í dag: „Freki karlinn ræður, freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt,” sagði Benedikt.Tilbúin til að aðstoða í erfiðleikum Bjarkey sagði stjórnarandstöðuna þurfa að fá að vita hver þessi freki karl sé og bauð fram aðstoð hennar – ef í harðbakka skyldi slá í stjórnarsamstarfinu. Hún sagði hins vegar að við fyrstu sýn sé útlit fyrir að Benedikt hafi verið að tala um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. „Það er alveg ljóst, og það sjá það allir sem vilja sjá, að það er ágreiningur uppi í ríkisstjórninni. Þau eru ekki samstíga, þau eru ekki að fara sömu leið hvert með öðru, haldast allavega ekki í hönd. Það er alveg augljóst,“ sagði Bjarkey. „Og auðvitað þarf ráðherra að skýra við hvern hann á, því ef hann á ekki við um forsætisráðherra og þá fylginauta sem eru með honum í ríkisstjórn þá þurfum við að vita hver það er sem hamlar því að hér sé hægt að koma á góðum breytingum.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira