Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að 51 einstaklingur hljóti íslenskan ríkisborgararétt.
Sá yngsti sem nefndin leggur til að fái ríkisborgararétt er fæddur á þessu ári, hann heitir Ottó Ægir Gíslason Moody og er fæddur í Bandaríkjunum. Þeir elstu í tillögu nefndarinnar eru svo tvær konur sem báðar eru fæddar árið 1963, þær Callie Grace McDonald, fædd í Bandaríkjunum, og Lina Ashouri, fædd í Sýrlandi.
Alls bárust nefndinni 103 umsóknir um ríkisborgararétt fyrir 129 einstaklinga. Nefndin leggur til að 40 umsóknir verði samþykktar þannig að 51 einstaklingi verði veittur ríkisborgararéttur.
Lagt til að 51 fái íslenskan ríkisborgararétt
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
