Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 18:30 Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira
Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira
Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33