Hjólabúnaður hefur ítrekað plagað sambærilegar flugvélar Sveinn Arnarsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Forstjóri Air Iceland Connect, Árni Gunnarsson, segir vélarnar standast allar öryggiskröfur. Vísir/Anton Bilun kom upp í tveimur Bombardier vélum Air Iceland Connect í síðustu viku sem tengdist hjólabúnaði vélanna. Auk þess þurfti ein vél fyrirtækisins að framkvæma öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli um miðjan síðasta mánuð vegna merkis um bilun í hjólabúnaði. Árið 2007 lentu þrjár Q400 vélar SAS í óhöppum sem rekja mátti til hjólabúnaðar þeirra. Hjólabúnaðurinn olli því að SAS hætti rekstri vélanna á árinu 2008. Á tímabili voru allar flugvélar sem til voru í heiminum af þessari gerð sem Air Iceland notar nú kyrrsettar af framleiðanda. Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, segist auðvitað alltaf hafa áhyggjur ef eitthvað kemur upp. Hann fullyrðir hins vegar að vélarnar standist allar öryggiskröfur. „Ég myndi ekki segja að það sé hættulegra að fara upp í okkar vélar en hjá öðrum. Flug er öruggur ferðamáti og mikið lagt upp úr gæðum og öryggiskröfum. Farþegar okkar þurfa ekkert að óttast,“ segir Árni. „Við erum með stífar öryggiskröfur og úttektum og eftirliti er háttað eftir því. Miklar kröfur eru gerðar til flugrekenda innan Evrópu og við fylgjum þeim stöðlum. Því eru öryggiskröfur okkar miklar og við stöndum undir þeim.“ Bombardier Q400 vélarnar eru notaðar um allan heim. Árni segir atvikin sem komu upp í vélum Air Iceland Connect í síðasta mánuði ótengd því sem komið hafi upp hjá öðrum. „Atvikið í Keflavík til dæmis sýndi að eitthvað væri að, hins vegar var búnaðurinn í fullkomnu lagi. Á Ísafirði var loka, sem á að loka hjólabúnaðinum í flugi, í ólagi og hjólabúnaðurinn því í lagi. Því tengjast þessir atburðir ekki. Þriðja bilunin á Egilsstöðum var í nefhjóli og við fundum út úr þeirri bilun fljótt og vélin er komin í lag.“ Á rúmu ári hafa fjögur óhöpp orðið í Evrópu þar sem lendingarbúnaður Q400 véla hefur verið orsökin. Á þessu ári hefur Flybe, stærsti flugrekandi þessara flugvéla í heiminum, tvisvar lent í óhappi. Þann 10. nóvember nauðlenti vél þeirra í Belfast vegna vandræða í nefhjóli. Þann 23. febrúar brotlenti vél frá þeim á Schipholflugvelli í Amsterdam þar sem hægri hjólabúnaður gaf sig. Einnig var AirBaltic vél snúið við til Riga vegna viðvörunar um að nefhjólabúnaður væri ekki í lagi og framkvæmd var öryggislending. Flybe á Bretlandseyjum, sem rekur hvað flestar Q400 vélar í heiminum, varði 36% meira fjármagni til viðhalds véla sinna á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bilun kom upp í tveimur Bombardier vélum Air Iceland Connect í síðustu viku sem tengdist hjólabúnaði vélanna. Auk þess þurfti ein vél fyrirtækisins að framkvæma öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli um miðjan síðasta mánuð vegna merkis um bilun í hjólabúnaði. Árið 2007 lentu þrjár Q400 vélar SAS í óhöppum sem rekja mátti til hjólabúnaðar þeirra. Hjólabúnaðurinn olli því að SAS hætti rekstri vélanna á árinu 2008. Á tímabili voru allar flugvélar sem til voru í heiminum af þessari gerð sem Air Iceland notar nú kyrrsettar af framleiðanda. Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, segist auðvitað alltaf hafa áhyggjur ef eitthvað kemur upp. Hann fullyrðir hins vegar að vélarnar standist allar öryggiskröfur. „Ég myndi ekki segja að það sé hættulegra að fara upp í okkar vélar en hjá öðrum. Flug er öruggur ferðamáti og mikið lagt upp úr gæðum og öryggiskröfum. Farþegar okkar þurfa ekkert að óttast,“ segir Árni. „Við erum með stífar öryggiskröfur og úttektum og eftirliti er háttað eftir því. Miklar kröfur eru gerðar til flugrekenda innan Evrópu og við fylgjum þeim stöðlum. Því eru öryggiskröfur okkar miklar og við stöndum undir þeim.“ Bombardier Q400 vélarnar eru notaðar um allan heim. Árni segir atvikin sem komu upp í vélum Air Iceland Connect í síðasta mánuði ótengd því sem komið hafi upp hjá öðrum. „Atvikið í Keflavík til dæmis sýndi að eitthvað væri að, hins vegar var búnaðurinn í fullkomnu lagi. Á Ísafirði var loka, sem á að loka hjólabúnaðinum í flugi, í ólagi og hjólabúnaðurinn því í lagi. Því tengjast þessir atburðir ekki. Þriðja bilunin á Egilsstöðum var í nefhjóli og við fundum út úr þeirri bilun fljótt og vélin er komin í lag.“ Á rúmu ári hafa fjögur óhöpp orðið í Evrópu þar sem lendingarbúnaður Q400 véla hefur verið orsökin. Á þessu ári hefur Flybe, stærsti flugrekandi þessara flugvéla í heiminum, tvisvar lent í óhappi. Þann 10. nóvember nauðlenti vél þeirra í Belfast vegna vandræða í nefhjóli. Þann 23. febrúar brotlenti vél frá þeim á Schipholflugvelli í Amsterdam þar sem hægri hjólabúnaður gaf sig. Einnig var AirBaltic vél snúið við til Riga vegna viðvörunar um að nefhjólabúnaður væri ekki í lagi og framkvæmd var öryggislending. Flybe á Bretlandseyjum, sem rekur hvað flestar Q400 vélar í heiminum, varði 36% meira fjármagni til viðhalds véla sinna á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira