Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:03 Víðtæk leit stendur yfir. vísir/vilhelm Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira