Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2017 06:00 Mótmælendur kröfðust réttlætis í höfuðborginni í gær. vísir/aFP Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. Sagði hann að um mafíuríki væri að ræða en stjórnvöld skýldu sér á bak við frjálslynda ímynd. „Já, svona er þetta bara. Þetta er mafíuríki þar sem þú mátt, sem betur fer, ráða því hvað stendur um kyn þitt á skilríkjum þínum. Þú verður hins vegar sprengdur í loft upp fyrir að nýta tjáningarfrelsið,“ sagði sonurinn, Matthew. Bætti hann því við að móðir hans hafi verið tekin af lífi því hún reyndi að koma í veg fyrir lögbrot. Galizia dó í bílsprengju á mánudaginn þegar hún ætlaði að keyra frá heimili sínu í Bidnija. Matthew var stutt frá sprengingunni og reyndi að bjarga móður sinni úr brennandi bíl hennar. Auk þess að saka stjórnvöld um að haga sér eins og skipulögð glæpasamtök sagði hann lögreglu jafnframt vanhæfa. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hljóp í kringum eldhafið og reyndi að finna leið að dyrunum. Þetta var ekkert venjulegt morð og enginn harmleikur. Það er harmleikur þegar einhver verður fyrir rútu. Þegar það er blóð og eldur allt um kring er það stríð.“ Birtist í Fréttablaðinu Malta Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. Sagði hann að um mafíuríki væri að ræða en stjórnvöld skýldu sér á bak við frjálslynda ímynd. „Já, svona er þetta bara. Þetta er mafíuríki þar sem þú mátt, sem betur fer, ráða því hvað stendur um kyn þitt á skilríkjum þínum. Þú verður hins vegar sprengdur í loft upp fyrir að nýta tjáningarfrelsið,“ sagði sonurinn, Matthew. Bætti hann því við að móðir hans hafi verið tekin af lífi því hún reyndi að koma í veg fyrir lögbrot. Galizia dó í bílsprengju á mánudaginn þegar hún ætlaði að keyra frá heimili sínu í Bidnija. Matthew var stutt frá sprengingunni og reyndi að bjarga móður sinni úr brennandi bíl hennar. Auk þess að saka stjórnvöld um að haga sér eins og skipulögð glæpasamtök sagði hann lögreglu jafnframt vanhæfa. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hljóp í kringum eldhafið og reyndi að finna leið að dyrunum. Þetta var ekkert venjulegt morð og enginn harmleikur. Það er harmleikur þegar einhver verður fyrir rútu. Þegar það er blóð og eldur allt um kring er það stríð.“
Birtist í Fréttablaðinu Malta Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira