Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 20:30 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira