Enginn þorði að gefa Rakel Sous vide í jólagjöf Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 10:56 Rakel Garðarsdóttir segir mikið bakslag komið í umhverfisvakninguna. Allir að tala um skaðsemi plasts en vilja samt elda uppúr því. Mjög spes. „Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“ Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“
Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00