Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, líkir "sous vide“-æðinu við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Mynd/Egill Bjarnason „Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30