Klopp með dauðþreytta leikmenn og alltof lítinn hóp hjá Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 08:30 Liverpool á veika von að vinna titil á þessari leiktíð en aðeins einn möguleiki er eftir; Englandsmeistaratitillinn. Lærisveinar Jürgen Klopps kvöddu báðar bikarkeppnirnar í síðustu viku auk þess sem liðið tapaði fyrir botnliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni um þar síðustu helgi. Janúar er búinn að vera skelfilegur hjá Liverpool-liðinu sem virðist dauðþreytt og tölfræðin hjálpar til við að sanna það. Klopp lætur sína menn hlaupa mikið og pressa en þessi skemmtilegi fótbolti kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember. Nú virðist bensínið búið. Sé litið á tölfræðina yfir hvaða lið hlaupa mest, eins og Sky Sports gerir í úttekt sinni, kemur í ljós að Liverpool-liðið hleypur langmest. Það er með hæstu heildartöluna og langflesta sprettina.Sjá einnig:Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Þessi leikaðferð Klopps virðist vera að koma niður á liðinu núna þar sem hann gerir ekki mikið af breytingum. Hann er búinn að gera 33 breytingar á byrjunarliðinu á þessu tímabili en aðeins þrjú lið hafa gert færri breytingar. Liverpool er búið að spila tíu leiki á 33 dögum síðan 27. desember og leikmennirnir virðast vera að finna fyrir þreytu. Í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi tóku leikmenn Liverpool færri spretti en áður á leiktíðinni. Þeir taka vanalega 537 spretti að meðaltali en á móti Swansea vantaði 57 upp á að ná þeirri tölu. Þetta er tíu prósent lækkun. „Liverpool lítur út fyrir að vera orkulaust og lappirnar eru bara búnar hjá mönnum sem er áhyggjuefni,“ segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur Sky. „Liverpool er sjötta besta liðið af sex bestu liðum deildarinnar en það var svona ofarlega lengi vel því það er með góðan knattspyrnustjóra og er ekki að spila í Evrópu.“ „Nú þegar liðið virðist alveg búið á því og er orkulaust erum við að sjá hversu gott það virkilega er. Þegar við tölum um liðið og hópinn hjá Liverpool sjá allir að hópurinn er engan veginn nógu stór né sterkur,“ segir Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30 Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Liverpool á veika von að vinna titil á þessari leiktíð en aðeins einn möguleiki er eftir; Englandsmeistaratitillinn. Lærisveinar Jürgen Klopps kvöddu báðar bikarkeppnirnar í síðustu viku auk þess sem liðið tapaði fyrir botnliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni um þar síðustu helgi. Janúar er búinn að vera skelfilegur hjá Liverpool-liðinu sem virðist dauðþreytt og tölfræðin hjálpar til við að sanna það. Klopp lætur sína menn hlaupa mikið og pressa en þessi skemmtilegi fótbolti kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember. Nú virðist bensínið búið. Sé litið á tölfræðina yfir hvaða lið hlaupa mest, eins og Sky Sports gerir í úttekt sinni, kemur í ljós að Liverpool-liðið hleypur langmest. Það er með hæstu heildartöluna og langflesta sprettina.Sjá einnig:Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Þessi leikaðferð Klopps virðist vera að koma niður á liðinu núna þar sem hann gerir ekki mikið af breytingum. Hann er búinn að gera 33 breytingar á byrjunarliðinu á þessu tímabili en aðeins þrjú lið hafa gert færri breytingar. Liverpool er búið að spila tíu leiki á 33 dögum síðan 27. desember og leikmennirnir virðast vera að finna fyrir þreytu. Í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi tóku leikmenn Liverpool færri spretti en áður á leiktíðinni. Þeir taka vanalega 537 spretti að meðaltali en á móti Swansea vantaði 57 upp á að ná þeirri tölu. Þetta er tíu prósent lækkun. „Liverpool lítur út fyrir að vera orkulaust og lappirnar eru bara búnar hjá mönnum sem er áhyggjuefni,“ segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur Sky. „Liverpool er sjötta besta liðið af sex bestu liðum deildarinnar en það var svona ofarlega lengi vel því það er með góðan knattspyrnustjóra og er ekki að spila í Evrópu.“ „Nú þegar liðið virðist alveg búið á því og er orkulaust erum við að sjá hversu gott það virkilega er. Þegar við tölum um liðið og hópinn hjá Liverpool sjá allir að hópurinn er engan veginn nógu stór né sterkur,“ segir Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30 Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30
Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00