Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 07:46 Jared Kushner er sá eini úr kosningateymi Trumo sem er til rannsóknar FBI. Vísir/Getty Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00