Tveggja ára deilu lýkur með tapi Ástþórs Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 13:00 Ástþór Magnússon segir starfsmann sinn ekki hafa haft umboð til þess að fara með bílinn í viðgerð. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið. Dómsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið.
Dómsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira