Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2017 21:00 Skeiðarárbrú eftir að henni var lokað. Nýi vegurinn til vinstri. Öræfajökull í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09
Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30