Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2017 21:00 Skeiðarárbrú eftir að henni var lokað. Nýi vegurinn til vinstri. Öræfajökull í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09
Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30