Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:12 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH og Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH. Vísir/Stefán Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira