Trump vekur furðu aðstoðarmanna og fjölmiðla með óljósri viðvörun Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 21:56 VIðstaddir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar Trump gaf út torræða viðvörun um að stormur væri í vændum. Vísir/AFP Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti. Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti.
Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira