Manchester City völtuðu yfir botnlið Crystal Palace 5-0 í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Leikurinn byrjaði rólega, en Leroy Sane sá til þess að City færi með forystu til búningsherbergja mðe marki á 44. mínútu.
Flóðgáttirnar opnuðust svo í seinni hálfleik, Sterling setti tvö mörk á átta mínútna kafla snemma í seinni hálfleik áður en Aguero og Delph gulltryggðu sigur City.
City hefur nú skorað 21 mark í fyrstu sex leikjunum og eru einir á toppi deildarinnar, fyrir ofan grannana í United á markatölu.
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á 77. mínútu fyrir Burnley þegar liðið mætti Huddersfield.
Jóhann Berg náði ekki að tryggja Burnley sigurinn, en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Watford gerði góða ferð til Wales og sigraði Swansea 1-2.
Richarlison tryggði Watford sigurinn á lokamínútunum eftir að Tammy Abraham jafnaði fyrir Swansea um miðjan seinni hálfleik.
Andre Gray hafði komið gestunum í forystu á 13. mínútu.
City valtaði yfir Palace
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
