Segir að skipverjanum hefði mátt sleppa fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Einn sakborningur er enn í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Í fréttum RÚV segir að vatn hafi verið í lungum Birnu og hún fundist nakin. vísir/anton brink „Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
„Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00