Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00