Sarkozy ákærður vegna ólöglegrar eyðslu fjár í kosningabaráttu atli ísleifsson skrifar 7. febrúar 2017 10:38 Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Vísir/AFP Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, mun þurfa að mæta fyrir dóm vegna ásakana um að forsetaframboð hans hafi varið fé umfram fjárheimildir árið 2012. Frá þessu greinir BBC og vísar í ónafngreinda heimildarmenn innan dómskerfisins. Saksóknarar saka forsetann og kosningalið hans að hafa falsað reikninga til að fela um 22,5 milljónir evra, um 2,7 milljarða króna, sem varið var í kosningabaráttunni þegar hann beið lægri hlut fyrir sósíalistanum Fracois Hollande. Sarkozy hafði þá setið á forsetastóli frá árinu 2007. Sarkozy hefur ítrekað hafnað því að þau hafi meðvitað eytt fjárhæðum umfram það sem leyfilegt var. Þetta er í annað sinn í sögu fimmta lýðveldisins sem fyrrverandi forseti er dreginn fyrir dóm. Jacques Chirac var árið 2011 dæmdur í tveggja ára fangelsi og greiðslu bóta fyrir spillingu, en þau brot áttu sér þó ekki stað á þeim tíma sem Chirac gegndi embætti forseta, heldur þegar hann var borgarstjóri Parísar á tíunda áratugnum. Chirac slapp þó við að afplána dóminn. Sarkozy bauð sig fram til að verða forsetaefni franskra Repúblikana í haust, en forsetakosningar fara fram í landinu í vor. Sarkozy beið þar lægri hlut fyrir bæði Alain Juppé og Francois Fillon, en Fillon bar sigur úr býtum í síðari umferðinni þegar kosið var milli hans og Juppé. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, mun þurfa að mæta fyrir dóm vegna ásakana um að forsetaframboð hans hafi varið fé umfram fjárheimildir árið 2012. Frá þessu greinir BBC og vísar í ónafngreinda heimildarmenn innan dómskerfisins. Saksóknarar saka forsetann og kosningalið hans að hafa falsað reikninga til að fela um 22,5 milljónir evra, um 2,7 milljarða króna, sem varið var í kosningabaráttunni þegar hann beið lægri hlut fyrir sósíalistanum Fracois Hollande. Sarkozy hafði þá setið á forsetastóli frá árinu 2007. Sarkozy hefur ítrekað hafnað því að þau hafi meðvitað eytt fjárhæðum umfram það sem leyfilegt var. Þetta er í annað sinn í sögu fimmta lýðveldisins sem fyrrverandi forseti er dreginn fyrir dóm. Jacques Chirac var árið 2011 dæmdur í tveggja ára fangelsi og greiðslu bóta fyrir spillingu, en þau brot áttu sér þó ekki stað á þeim tíma sem Chirac gegndi embætti forseta, heldur þegar hann var borgarstjóri Parísar á tíunda áratugnum. Chirac slapp þó við að afplána dóminn. Sarkozy bauð sig fram til að verða forsetaefni franskra Repúblikana í haust, en forsetakosningar fara fram í landinu í vor. Sarkozy beið þar lægri hlut fyrir bæði Alain Juppé og Francois Fillon, en Fillon bar sigur úr býtum í síðari umferðinni þegar kosið var milli hans og Juppé.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira