Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2017 06:30 Gylfi fagnar á Old Trafford. vísir/getty Tölurnar ljúga ekki og þær segja þetta tímabil hjá Gylfa Þór Sigurðssyni með Swansea vera besta tímabil Íslendings frá upphafi þegar kemur að því að búa til mörk fyrir liðið sitt. Gylfi og Eiður Smári Guðjohnsen eru í sérflokki meðal íslenskra knattspyrnumanna þegar kemur að því að skora og leggja upp mörk í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári eignaðist á sínum tíma öll helstu markametin í enska boltanum með frábærri frammistöðu sinni með Chelsea-liðinu á árunum 2000 til 2006 en hefur verið að missa stóran hluta þeirra til Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðustu árum. Gylfi tók flott met af Eiði Smára um síðustu helgi og er nú sá Íslendingur sem hefur komið að flestum mörkum á einu tímabili með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að 21 af 40 mörkum Swansea á leiktíðinni eða meira en helmingi markanna. Hann hefur skorað níu mörk sjálfur en einnig gefið tólf stoðsendingar á félaga sína.Spyrnurnar hans Gylfa Gylfi bætti metið með frábærri aukaspyrnu sinni á Old Trafford þegar hann tryggði Swansea 1-1 jafntefli við Manchester United. Þetta var þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford, heimavelli liðsins sem hann hélt með í æsku. Föstu leikatriðin hafa verið drjúg fyrir okkar mann í vetur og þar ógnar hann bæði með frábærum spyrnum á markið sem og glæsilegum sendingum á liðsfélagana. „Þetta mark kom á mjög mikilvægum tíma fyrir okkur í þessum leik þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Það var gott fyrir okkur að ná í stig því mér fannst við spila nógu vel til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Gylfi í viðtali sem enska úrvalsdeildin tók fyrir íþróttadeild 365. Gylfi vildi ekki gefa mikið upp um það sem fór í gegnum huga hans áður en hann tók þessa stórglæsilegu aukaspyrnu. „Ég er ekki að hugsa mikið um annað í þessari stöðu en að koma boltanum yfir vegginn og á markið. Ég fann það samt strax að ég hitti boltann vel. Maður veit aldrei hvað markvörðurinn gerir nákvæmlega en það var gaman að horfa á eftir boltanum fara í markið,“ sagði Gylfi.2001-02 tímabilið hjá Eiði Metið sem Eiður Smári missti á sunnudaginn setti hann á sínu öðru tímabili með Chelsea veturinn 2001 til 2002. Eiður kom þá að 20 mörkum Chelsea-liðsins, skoraði 14 sjálfur og átti einnig 6 stoðsendingar. Markamet Eiðs Smára frá þessu tímabili, 14 mörk, stendur enn. Gylfi gerði sig líklegan til að ógna því í fyrra en endaði með 11 mörk. Gylfi á nú hins vegar þrjú bestu stoðsendingatímabilin en hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar en á þessari leiktíð. Hann hefur einnig í vetur velt Eiði Smára úr sessi sem stoðsendingahæsta Íslendingnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári gaf á sínum tíma 28 stoðsendingar en Gylfi er nú kominn með 32 stoðsendingar á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi óttast ekki þá pressu sem er komin á hann að skila mörkum úr föstu leikatriðum Swansea-liðsins. „Ég lít ekki svo á að ég sé undir pressu þegar við fáum föst leikatriði. Ég lít á þau frekar sem góðan möguleika fyrir mig til að ná að búa eitthvað til fyrir liðið,“ segir Gylfi.Tveir menn einoka listann Hér á síðunni má sjá þá íslenska leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni með því annaðhvort að skora sjálfir eða gefa stoðsendingar. Þetta eru opinberar tölur frá ensku úrvalsdeildinni. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Gylfi og Eiður Smári einoka þennan topplista. Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tölurnar ljúga ekki og þær segja þetta tímabil hjá Gylfa Þór Sigurðssyni með Swansea vera besta tímabil Íslendings frá upphafi þegar kemur að því að búa til mörk fyrir liðið sitt. Gylfi og Eiður Smári Guðjohnsen eru í sérflokki meðal íslenskra knattspyrnumanna þegar kemur að því að skora og leggja upp mörk í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári eignaðist á sínum tíma öll helstu markametin í enska boltanum með frábærri frammistöðu sinni með Chelsea-liðinu á árunum 2000 til 2006 en hefur verið að missa stóran hluta þeirra til Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðustu árum. Gylfi tók flott met af Eiði Smára um síðustu helgi og er nú sá Íslendingur sem hefur komið að flestum mörkum á einu tímabili með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að 21 af 40 mörkum Swansea á leiktíðinni eða meira en helmingi markanna. Hann hefur skorað níu mörk sjálfur en einnig gefið tólf stoðsendingar á félaga sína.Spyrnurnar hans Gylfa Gylfi bætti metið með frábærri aukaspyrnu sinni á Old Trafford þegar hann tryggði Swansea 1-1 jafntefli við Manchester United. Þetta var þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford, heimavelli liðsins sem hann hélt með í æsku. Föstu leikatriðin hafa verið drjúg fyrir okkar mann í vetur og þar ógnar hann bæði með frábærum spyrnum á markið sem og glæsilegum sendingum á liðsfélagana. „Þetta mark kom á mjög mikilvægum tíma fyrir okkur í þessum leik þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Það var gott fyrir okkur að ná í stig því mér fannst við spila nógu vel til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Gylfi í viðtali sem enska úrvalsdeildin tók fyrir íþróttadeild 365. Gylfi vildi ekki gefa mikið upp um það sem fór í gegnum huga hans áður en hann tók þessa stórglæsilegu aukaspyrnu. „Ég er ekki að hugsa mikið um annað í þessari stöðu en að koma boltanum yfir vegginn og á markið. Ég fann það samt strax að ég hitti boltann vel. Maður veit aldrei hvað markvörðurinn gerir nákvæmlega en það var gaman að horfa á eftir boltanum fara í markið,“ sagði Gylfi.2001-02 tímabilið hjá Eiði Metið sem Eiður Smári missti á sunnudaginn setti hann á sínu öðru tímabili með Chelsea veturinn 2001 til 2002. Eiður kom þá að 20 mörkum Chelsea-liðsins, skoraði 14 sjálfur og átti einnig 6 stoðsendingar. Markamet Eiðs Smára frá þessu tímabili, 14 mörk, stendur enn. Gylfi gerði sig líklegan til að ógna því í fyrra en endaði með 11 mörk. Gylfi á nú hins vegar þrjú bestu stoðsendingatímabilin en hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar en á þessari leiktíð. Hann hefur einnig í vetur velt Eiði Smára úr sessi sem stoðsendingahæsta Íslendingnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári gaf á sínum tíma 28 stoðsendingar en Gylfi er nú kominn með 32 stoðsendingar á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi óttast ekki þá pressu sem er komin á hann að skila mörkum úr föstu leikatriðum Swansea-liðsins. „Ég lít ekki svo á að ég sé undir pressu þegar við fáum föst leikatriði. Ég lít á þau frekar sem góðan möguleika fyrir mig til að ná að búa eitthvað til fyrir liðið,“ segir Gylfi.Tveir menn einoka listann Hér á síðunni má sjá þá íslenska leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni með því annaðhvort að skora sjálfir eða gefa stoðsendingar. Þetta eru opinberar tölur frá ensku úrvalsdeildinni. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Gylfi og Eiður Smári einoka þennan topplista.
Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn