Rannsóknarhús Landspítalans ónýtt vegna mygluskemmda Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2017 06:00 Húsin áttu að vera til bráðabirgða þegar hafist var handa við byggingu þeirra 1974. Nú eru þau ónýt af myglu. vísir/ernir Rannsóknarhús Landspítalans við Barónsstíg er svo illa farið af myglu og raka að jafna þarf það við jörðu og byggja nýtt. Húsnæðið var byggt á áttunda áratugnum sem bráðabirgðahús en hefur verið í notkun síðan. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, segir tjónið hlaupa á hundruðum milljóna króna. Landspítali hefur nú þegar tekið málið föstum tökum og skipað vinnuhóp sem á að greina hvaða valkostur sé bestur til úrbóta. Vinnuhópurinn fær mánuð til þess að koma fram með áætlanir. Starfsmenn sem finna fyrir einkennum vegna myglu verða fluttir í annað húsnæði þar til ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið.Páll Matthíasson, forstjóri LSH.mynd/landspítalinnUm er að ræða svokölluð rannsóknarhús 6 og 7 á Hringbrautarlóðinni. Húsin standa nálægt Barónsstíg og voru reist til bráðabirgða árið 1978. Brunabótamat húsanna er rúmar 310 milljónir króna en um er að ræða 835 fermetra byggingu í heildina. Í húsinu eru rannsóknarstofur í sýklafræði og litningarannsóknir og starfa milli 30 og 40 manns í þeim. „Niðurstaðan er skýr, húsnæðið er svo gott sem ónýtt,“ segir Páll. „Þetta er kostnaður upp á hundruð milljóna ef það á að endurbyggja húsið. Einnig er hægt að færa starf í húsinu í annað húsnæði. Við ætlum allavega að bregðast við strax.“ Páll segir þetta sýna glögglega húsnæðisvanda stofnunarinnar. „Hér sjáum við afleiðingu þess að lítið hefur verið gert í húsnæðismálum Landspítala síðustu fjóra áratugi. Rannsóknarkjarninn, sem verður um 14 þúsund fermetrar og er hluti af uppbyggingunni við Hringbraut, sameinar ellefu rannsóknarstofur Landspítala undir eitt þak og er því gífurlega mikilvægt skref,“ bætir Páll við. Verkfræðistofan EFLA kannaði ástand hússins dagana 7. og 8. desember í fyrra. Vegna alvöru málsins var 31 sýni svo tekið þann 18. janúar síðastliðinn og sent til greiningar í Noregi. Af þeim sýndu 26 merki um myglu og bakteríuvöxt. Við opnun á útveggjum og þaki kom í ljós að uppbyggingu hússins er ábótavant. Mikla rakamyndun var að sjá og í kringum lagnastokka mátti greina skólp- og fúkkalykt. Í niðurstöðum segja fræðingar EFLU óvíst hvort „það borgi sig að ráðast í endurbætur. Ef ráðast á í lagfæringar á húsnæðinu er ljóst að fjarlægja þarf allt rakaskemmt byggingarefni og gera gagngerar endurbætur á uppbyggingu húsnæðisins sem þýðir í raun að einungis stálgrindarramminn mun standa eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Rannsóknarhús Landspítalans við Barónsstíg er svo illa farið af myglu og raka að jafna þarf það við jörðu og byggja nýtt. Húsnæðið var byggt á áttunda áratugnum sem bráðabirgðahús en hefur verið í notkun síðan. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, segir tjónið hlaupa á hundruðum milljóna króna. Landspítali hefur nú þegar tekið málið föstum tökum og skipað vinnuhóp sem á að greina hvaða valkostur sé bestur til úrbóta. Vinnuhópurinn fær mánuð til þess að koma fram með áætlanir. Starfsmenn sem finna fyrir einkennum vegna myglu verða fluttir í annað húsnæði þar til ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið.Páll Matthíasson, forstjóri LSH.mynd/landspítalinnUm er að ræða svokölluð rannsóknarhús 6 og 7 á Hringbrautarlóðinni. Húsin standa nálægt Barónsstíg og voru reist til bráðabirgða árið 1978. Brunabótamat húsanna er rúmar 310 milljónir króna en um er að ræða 835 fermetra byggingu í heildina. Í húsinu eru rannsóknarstofur í sýklafræði og litningarannsóknir og starfa milli 30 og 40 manns í þeim. „Niðurstaðan er skýr, húsnæðið er svo gott sem ónýtt,“ segir Páll. „Þetta er kostnaður upp á hundruð milljóna ef það á að endurbyggja húsið. Einnig er hægt að færa starf í húsinu í annað húsnæði. Við ætlum allavega að bregðast við strax.“ Páll segir þetta sýna glögglega húsnæðisvanda stofnunarinnar. „Hér sjáum við afleiðingu þess að lítið hefur verið gert í húsnæðismálum Landspítala síðustu fjóra áratugi. Rannsóknarkjarninn, sem verður um 14 þúsund fermetrar og er hluti af uppbyggingunni við Hringbraut, sameinar ellefu rannsóknarstofur Landspítala undir eitt þak og er því gífurlega mikilvægt skref,“ bætir Páll við. Verkfræðistofan EFLA kannaði ástand hússins dagana 7. og 8. desember í fyrra. Vegna alvöru málsins var 31 sýni svo tekið þann 18. janúar síðastliðinn og sent til greiningar í Noregi. Af þeim sýndu 26 merki um myglu og bakteríuvöxt. Við opnun á útveggjum og þaki kom í ljós að uppbyggingu hússins er ábótavant. Mikla rakamyndun var að sjá og í kringum lagnastokka mátti greina skólp- og fúkkalykt. Í niðurstöðum segja fræðingar EFLU óvíst hvort „það borgi sig að ráðast í endurbætur. Ef ráðast á í lagfæringar á húsnæðinu er ljóst að fjarlægja þarf allt rakaskemmt byggingarefni og gera gagngerar endurbætur á uppbyggingu húsnæðisins sem þýðir í raun að einungis stálgrindarramminn mun standa eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira