Cameron segir tal Trump um gervifréttir hættulegt Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 09:36 Cameron er gagnrýninn á tilraunir Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla. Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál. Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál.
Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira