Cameron segir tal Trump um gervifréttir hættulegt Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 09:36 Cameron er gagnrýninn á tilraunir Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla. Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál. Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál.
Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira