Petersen hættir við að gefa kost á sér sem alríkisdómari Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2017 08:43 Matthew Petersen hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Vísir/Getty Bandaríski lögmaðurinn Matthew Petersen hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til að gegna embætti alríkisdómara. Þetta gerir hann eftir að slæleg og vandræðaleg svör hans við spurningum þingnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings vöktu mikla athygli og fóru í mikla dreifingu á netinu. „Það hefur orðið mér ljóst á síðustu dögum að tilnefning mín hefur truflandi áhrif [á skipun dómara],“ sagði Petersen í yfirlýsingu sinni. Trump hefur þegar samþykkt beiðni lögmannsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt Petersen sem nýjan alríkisdómara í District of Columbia, en hann hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Donald Trump hefur tilnefnt fjölda manna í tóm dómarasæti í Bandaríkjunum og við lok hans fyrsta kjörtímabils gæti hann hafa tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara landsins. Langflestir þeirra sem Trump hefur tilnefnt hingað til eru hvítir karlar og eru margir þeirra umdeildir. Þá hafa nokkrir verið taldir óhæfir í störf dómara af lögmannasamtökum Bandaríkjanna.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 fram í tímann“ Petersen átti í miklum vandræðum með að svara spurningum öldungadeildarþingmanns Repúblikana, John Kennedy, þar sem í ljós kom að hann hafði svo gott sem enga reynslu af dómarastörfum eða starfsháttum dómstóla, auk þess að hann gat ómögulega svarað spurningum um lögfræði.Sjá má myndband af svörum Petersen að neðan. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Matthew Petersen hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til að gegna embætti alríkisdómara. Þetta gerir hann eftir að slæleg og vandræðaleg svör hans við spurningum þingnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings vöktu mikla athygli og fóru í mikla dreifingu á netinu. „Það hefur orðið mér ljóst á síðustu dögum að tilnefning mín hefur truflandi áhrif [á skipun dómara],“ sagði Petersen í yfirlýsingu sinni. Trump hefur þegar samþykkt beiðni lögmannsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt Petersen sem nýjan alríkisdómara í District of Columbia, en hann hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Donald Trump hefur tilnefnt fjölda manna í tóm dómarasæti í Bandaríkjunum og við lok hans fyrsta kjörtímabils gæti hann hafa tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara landsins. Langflestir þeirra sem Trump hefur tilnefnt hingað til eru hvítir karlar og eru margir þeirra umdeildir. Þá hafa nokkrir verið taldir óhæfir í störf dómara af lögmannasamtökum Bandaríkjanna.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 fram í tímann“ Petersen átti í miklum vandræðum með að svara spurningum öldungadeildarþingmanns Repúblikana, John Kennedy, þar sem í ljós kom að hann hafði svo gott sem enga reynslu af dómarastörfum eða starfsháttum dómstóla, auk þess að hann gat ómögulega svarað spurningum um lögfræði.Sjá má myndband af svörum Petersen að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira