Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:00 Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59