Landspítalinn braut lög við málsmeðferð hjúkrunarfræðings Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 16:12 Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að taka málið upp að nýju. Vísir/Vilhelm Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira