Landspítalinn braut lög við málsmeðferð hjúkrunarfræðings Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 16:12 Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að taka málið upp að nýju. Vísir/Vilhelm Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira