Landspítalinn braut lög við málsmeðferð hjúkrunarfræðings Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 16:12 Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að taka málið upp að nýju. Vísir/Vilhelm Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira