Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 17:42 Frá vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Íslenskur bílstjóri rútunnar, sem ekið var aftan á fólksbíl og fór út af veginum vestur af Kirkubæjarklaustri í morgun, er á meðal hinna slösuðu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Frekari upplýsingar um líðan þeirra tólf, sem fluttir voru alvarlega slasaðir með þyrlum af vettvangi, liggja ekki fyrir að svo stöddu. Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. Enn er verið að vinna á vettvangi og gerir Oddur ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg.Rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn.Uppfært klukkan 19:02:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var bílstjóri rútunnar sagður alvarlega slasaður. Dóttir bílstjórans hafði samband við fréttastofu og sagði meiðsli hans ekki alvarleg. Gert er ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld.Vísir/map.isFylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Íslenskur bílstjóri rútunnar, sem ekið var aftan á fólksbíl og fór út af veginum vestur af Kirkubæjarklaustri í morgun, er á meðal hinna slösuðu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Frekari upplýsingar um líðan þeirra tólf, sem fluttir voru alvarlega slasaðir með þyrlum af vettvangi, liggja ekki fyrir að svo stöddu. Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. Enn er verið að vinna á vettvangi og gerir Oddur ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg.Rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn.Uppfært klukkan 19:02:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var bílstjóri rútunnar sagður alvarlega slasaður. Dóttir bílstjórans hafði samband við fréttastofu og sagði meiðsli hans ekki alvarleg. Gert er ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld.Vísir/map.isFylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent