Innlent

Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsfólk Landspítalans bíður eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Starfsfólk Landspítalans bíður eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Anton Brink
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA er á leið á vettvang rútuslyssins sem varð sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri í morgun. Þar með taka allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar þátt í björgunaraðgerðum. TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða.

Fyrir liggur að rútan fór útaf veginum og valt. Tveir eru látnir og fjöldi slasaður. Tveir festust undir rútunni. Þá eru fleiri með minniháttar áverka en ferðamenn eru hátt í fimmtíu talsins og frá Kína.

Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins en þessi tími árs er mjög annasamur. Er fólk varað við löngum biðtíma og ráðið frá því að koma á spítalann í dag nema verulega nauðsyn krefji.

„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans.

Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið.

„Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún.Tengdar fréttir

Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri

Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.