Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 13:00 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er verulega lengdur. Vísir/Anton Brink „Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19