Áslaug Ýr komin heim frá Svíþjóð: „Þarna fann ég að ég er ekki ein“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2017 17:24 Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. Facebook-síða Áslaugar Ýrar Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. Í færslu á Facebook segist hún endurnærð eftir dvölina og ætla að snúa aftur í sömu búðir að tveimur árum liðnum. Áslaug Ýr tapaði fyrr í sumar máli sínu gegn ríkinu eftir að henni hafði verið synjað um túlkaþjónustu í umræddum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í sumar. Áslaug gagnrýndi dóminn harðlega og sagði að breyta þyrfti lögum og reglum til að tryggja mannréttindi í landinu. Hún er nú komin heim til Íslands og hrósar Svíunum sérstaklega fyrir skipulagningu og framkvæmd búðanna sem haldnar voru í Bosön, norðaustur af Stokkhólmi. „Þarna fann ég að ég er ekki ein, það eru fleiri í svipaðri stöðu og ég. Ég fór langt út fyrir þægindarammann og uppgötvaði hvað lífið getur í raun verið einfalt ef maður bara vill og þorir.“Tilbúin að næsta slag Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki í sumarbúðunum sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. „Mér finnst ég sama sem endurnærð og tilbúin í næsta slag eftir þessa dvöl, enda stórt og erfitt verk framundan. Ég ætla mér í þessar sömu sumarbúðir eftir 2 ár og er enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera eitthvað í túlkamálum hérlendis til að tryggja að ég og annað daufblint fólk fái þá þjónustu sem það þarf óháð aldri, efnahagsstöðu eða landi,“ segir Áslaug Ýr, en að neðan má sjá myndir úr búðunum. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. Í færslu á Facebook segist hún endurnærð eftir dvölina og ætla að snúa aftur í sömu búðir að tveimur árum liðnum. Áslaug Ýr tapaði fyrr í sumar máli sínu gegn ríkinu eftir að henni hafði verið synjað um túlkaþjónustu í umræddum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í sumar. Áslaug gagnrýndi dóminn harðlega og sagði að breyta þyrfti lögum og reglum til að tryggja mannréttindi í landinu. Hún er nú komin heim til Íslands og hrósar Svíunum sérstaklega fyrir skipulagningu og framkvæmd búðanna sem haldnar voru í Bosön, norðaustur af Stokkhólmi. „Þarna fann ég að ég er ekki ein, það eru fleiri í svipaðri stöðu og ég. Ég fór langt út fyrir þægindarammann og uppgötvaði hvað lífið getur í raun verið einfalt ef maður bara vill og þorir.“Tilbúin að næsta slag Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki í sumarbúðunum sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. „Mér finnst ég sama sem endurnærð og tilbúin í næsta slag eftir þessa dvöl, enda stórt og erfitt verk framundan. Ég ætla mér í þessar sömu sumarbúðir eftir 2 ár og er enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera eitthvað í túlkamálum hérlendis til að tryggja að ég og annað daufblint fólk fái þá þjónustu sem það þarf óháð aldri, efnahagsstöðu eða landi,“ segir Áslaug Ýr, en að neðan má sjá myndir úr búðunum.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00
Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15