Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 20:15 Ellen Calmon Vísir/Anton Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“ Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“
Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00