Öflugasti jarðskjálftinn í Mexíkó í heila öld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 20:00 Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira