Öflugasti jarðskjálftinn í Mexíkó í heila öld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 20:00 Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira