Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 07:15 Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. Nordicphotos/AFP Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira