Desember örlagríkur fyrir knattspyrnustjóra Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2017 09:30 Paul Clement. Vísir/Getty Paul Clement er þriðji knattspyrnustjóri Swansea sem er sagt upp störfum í desember á jafn mörgum árum. Clement var látinn fara í gær eftir 3-1 tap liðsins gegn Everton um helgina, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton. Gylfi Þór var seldur frá Swansea í sumar til Everton fyrir metfé en hann var á mála hjá velska liðinu þegar hinir tveir stjórarnir voru reknir. Sá fyrri var Garry Monk, fyrrum fyrirliði Swansea, sem var látinn taka poka sinn í desember árið 2015. Monk tók við í febrúar 2014 af Michael Laudrup en á næstu leiktíð á eftir endaði Swansea í áttunda sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið náði ekki að fylgja því eftir haustið 2015 og var Monk rekinn í byrjun desember. Bob Bradley tók við Swansea af Francesco Guidolin í október 2016 en entist í aðeins 85 daga og ellefu leiki. Swansea vann aðeins tvívegis undir hans stjórn og var Bandaríkjamaðurinn rekinn eftir 4-1 tap fyrir West Ham á öðrum degi jóla. Þegar Clement tók svo við í byrjun janúar á þessu ári var Swansea í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tólf stig eftir nítján umferðir. En Clement hélt liðinu uppi, með magnaðan Gylfa Þór í aðalhlutverki. Gylfi fór þó í sumar, rétt eins og Fernando Llorente og Jack Cork, og hefur Clement ekki tekist að fylla í skarð þeirra. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Paul Clement er þriðji knattspyrnustjóri Swansea sem er sagt upp störfum í desember á jafn mörgum árum. Clement var látinn fara í gær eftir 3-1 tap liðsins gegn Everton um helgina, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton. Gylfi Þór var seldur frá Swansea í sumar til Everton fyrir metfé en hann var á mála hjá velska liðinu þegar hinir tveir stjórarnir voru reknir. Sá fyrri var Garry Monk, fyrrum fyrirliði Swansea, sem var látinn taka poka sinn í desember árið 2015. Monk tók við í febrúar 2014 af Michael Laudrup en á næstu leiktíð á eftir endaði Swansea í áttunda sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið náði ekki að fylgja því eftir haustið 2015 og var Monk rekinn í byrjun desember. Bob Bradley tók við Swansea af Francesco Guidolin í október 2016 en entist í aðeins 85 daga og ellefu leiki. Swansea vann aðeins tvívegis undir hans stjórn og var Bandaríkjamaðurinn rekinn eftir 4-1 tap fyrir West Ham á öðrum degi jóla. Þegar Clement tók svo við í byrjun janúar á þessu ári var Swansea í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tólf stig eftir nítján umferðir. En Clement hélt liðinu uppi, með magnaðan Gylfa Þór í aðalhlutverki. Gylfi fór þó í sumar, rétt eins og Fernando Llorente og Jack Cork, og hefur Clement ekki tekist að fylla í skarð þeirra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02