Söguleg stigasöfnun Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu ásamt Adam Lallana. vísir/getty Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleiknum á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liverpool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bournemouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008-09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn allt fram í næstsíðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liverpool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chelsea tapa mörgum stigum. Lærisveinar Contes eiga reyndar nokkuð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Tottenham, Liverpool og Arsenal. Stuðningsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferðum. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chelsea misstígur sig. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleiknum á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liverpool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bournemouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008-09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn allt fram í næstsíðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liverpool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chelsea tapa mörgum stigum. Lærisveinar Contes eiga reyndar nokkuð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Tottenham, Liverpool og Arsenal. Stuðningsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferðum. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chelsea misstígur sig.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira