Henrik Mkhitaryan, leikmaður Manchester United, innsiglaði 3-0 sigur liðsins með sporðdrekamarki á öðrum degi jóla eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimovic en markið fékk að standa þó Armeninn væri nokkuð augljóslega rangstæður.
Aðeins viku síðar eða á nýársdag skoraði Oliver Giroud svipað mark eftir skyndisókn Arsenal-liðsins á móti Crystal Palace. Tvö alveg algjörlega frábær mörk.
Nú getur þú, lesandi góður, sagt þína skoðun og kosið um hvort markið er fallegra. Hægt er að sjá þau bæði hér að neðan og svo kjósa en niðurstöðurnar verða birtar á morgun.