Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skrifaði meistararitgerðina. Vísir/Eyþór „Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30
Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00
Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00