Ekki fullreynt með sykurskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Gosdrykkir sem þessir innihalda mikinn sykur. vísir/heiða Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira